Hoppa yfir valmynd

Starfshópur ráðuneyta um orkuskipti

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipaður 1. júlí 2020.
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra hafa skipað samstarfshóp ráðuneyta til að gæta að samhæfingu aðgerða og áætlana er varða orkuskipti og fylgja eftir áðurnefndri skýrslu starfshópsins.

Starfshópurinn skal skila tillögum sínum til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir 15. desember. nk. Þar skulu sett fram skilgreind verkefni, tillaga að forgangsröðun þeirra og útfærslu fjármagns fyrir árið 2020, auk samantektar um aðrar aðgerðir á sviði orkuskipta sem hópurinn telur mikilvægt að gripið sé til á vegum stjórnvalda.  hópnum. Í tillögunum skal m.a. tilgreina hver fari með ábyrgð einstakra aðgerða, áætlaða fjárþörf og lagt mat á væntan árangur með viðeigandi mælikvörðum. Einnig skulu drög að sýn hópsins varðandi útdeilingu fjármagns fyrir árið 2021 liggja fyrir. 

Starfshópnum er falið að hafa samráð við haghafa til að fá fram skoðanir og upplýsingar um það hvar mest er þörf á uppbyggingu sem greitt getur sem best og hraðast fyrir orkuskiptum og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. 

Samstarfshópurinn er skipaður sem hér segir: 

Frá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneyti
Erla Sigríður Gestsdóttir, formaður
Helga Barðadóttir
Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, til vara

Frá innviðaráðuneyti
Eggert Ólafsson
Ásta Þorleifsdóttir, til vara

Frá fjármála- og efnahagsráðuneyti
Rakel Jensdóttir
Íris Hannah Atladóttir, til vara

 

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira