Hoppa yfir valmynd

Verkefnisstjórn um mótun matvælastefnu fyrir Ísland

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kemur fram að Ísland á að vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs á alþjóðlegum mörkuðum. Fram kemur einnig að nýta beri tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi, þróa á lífhagkerfið enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að sett verði á fót verkefnisstjórn sem muni móta matvælastefnu fyrir Ísland. Tilgangur stefnunnar er að draga fram áherslur stjórnvalda, eins og þær birtast í stjórnarsáttmálanum, ásamt því að móta framtíðarsýn, markmið og tillögur að aðgerðaráætlun til að innleiða í íslenskt atvinnulíf og stjórnkerfi. Verkefnið verður unnið á vettvangi Matarauðs Íslands í samvinnu við hlutaðeigandi aðila sem búa yfir sérstakri þekkingu á mismunandi sviðum er tengjast matvælastefnunni, auk hagsmunaðila og samtökum þeirra til að tryggja gæði og árangur vinnunar. Gert er ráð fyrir að verkefnisstjórn skili áfangaskýrslum til ráðherra á þriggja mánaða fresti. Þá skuli matvælastefna liggja fyrir við lok árs 2019.

Sæti í verkefnisstjórninni eiga:  

 • Vala Pálsdóttir, formaður, skipuð án tilnefningar
 • Ingi Björn Sigurðsson, skipaður án tilnefningar
 • Ragnheiður Héðinsdóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins
 • Anna Guðmundsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
 • Sigurður Eyþórsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
 • Gunnar Egill Sigurðsson, tilnefndur af Samtökum verslunar- og þjónustu
 • Þuríður Hjartardóttir, tilnefnd af Neytendasamtökunum
 • Jakob Einar Jakobsson, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar
 • Kári Gautason, skipaður án tilnefningar
 • Rakel Garðarsdóttir, skipuð án tilnefningar
 • Þórarinn H. Ævarsson, skipaður án tilnefningar.
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira