Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um endurskoðun á regluverki um neysluvatn

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Starfshópur skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að vinna að endurskoðun á regluverki um neysluvatn. Helstu verkefni starfshópsins eru eftirfarandi:

Til skemmri tíma: 

  1. Í fyrsta lagi þarf að fara fram heildarendurskoðun á reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn. Uppfæra þarf ákvæði hennar í samræmi við breytingar sem hafa orðið, t.d. með stofnun Matvælastofnunar en ekki síður í tengslum við breytingar sem hafa orðið í löggjöf Evrópusambandsins og eru nú komnar inn í EES-samninginn.
  2. Í því sambandi ber þá helst að nefna tilskipun (ESB) 2015/1787 sem hefur að hluta til verið innleidd, en að öllum líkindum er þörf á að bæta þá innleiðingu. 
  3. Að auki þarf að vinna úr tillögum starfshóps um litlar vatnsveitur, en þær koma fram í skýrslu sem sá starfshópur lagði fram í lok árs 2017. Ljóst er að gæði vatns í litlum vatnsveitum eru mun lakari en í þeim sem stærri eru. Staðan er nokkuð viðkvæm sökum þess að lítið utanumhald er um litlar vatnsveitur og á sama tíma er mjög mikil ásókn ferðamanna í þær, mun meiri en þessar veitur ná að anna. Þetta ástand getur skapað hættu og hefur það í raun gerst að upp komu tilvik um E. coli úti á landi.

Til lengri tíma:

  1. Þessum starfshóp ætlaður lengri starfstími en gengur og gerist og er það með það fyrir augum að hópurinn starfi að stefnumótun í tengslum við neysluvatn og þá ekki síst í ljósi þess að nú er í smíðum ný tilskipun um neysluvatn hjá Evrópusambandinu og er því brýnt að vel verði haldið utan um þessi mál.

Þess ber að geta að þrátt fyrir að neysluvatn heyri undir skrifstofu matvæla og landbúnaðar þá er á vettvangi EFTA unnið að stefnumótun á sviði umhverfismála en ekki á sviði matvæla, en segja má að neysluvatnið falli í báða flokka. Það er að sama skapi eins á alþjóðlegum vettvangi, þ.e.a.s. þar fellur neysluvatn undir umhverfismál en ekki neytendamál.

Starfshópurinn er þannig skipaður: 

  • Kjartan Hreinsson, skipaður formaður án tilnefningar
  • Sigrún Ólafsdóttir, tilnefnd af Matvælastofnun
  • Þorsteinn Narfason, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Arndís Ósk Ólafsdóttir, tilnefnd af Samorku
  • María J. Gunnarsdóttir, tilnefnd af Vatns- og fráveitufélagi Íslands.

Með hópnum starfar Iðunn Guðjónsdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, [email protected]


Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira