Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um kyngreind tölfræðigögn

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði 3. júní 2020 starfshóp um kyngreind tölfræðigögn með það að markmiði að bæta yfirsýn yfir kyngreind tölfræðigögn og stuðla að því að söfnun og notkun á kyngreindum tölfræðigögnum hjá opinberumaðilum verði gerð með sambærilegum hætti. Skipun hópsins er í samræmi við fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð 2019-2023 þar sem lögð er áhersla á aðgerðir til að bæta að gengi að kyngreindum tölfræðigögnum. Auk þess er fjallað um viðfangsefni hópsins í framkvæmdaáætlun um jafnréttismál 2020-2023.

  • Marta Birna Baldursdóttir, formaður, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Katrín Anna Guðmundsdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Hólmfríður Sigríður Jónsdóttir, tilnefnd af Stafrænu Íslandi
  • Herdís Sólborg Haraldsdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneyti
  • Guðjón Hauksson, tilnefndur af Hagstofu Íslands
  • Hlynur Hallgrímsson, tilnefndur af Reykjavíkurborg
  • Tryggvi Hallgrímsson, tilnefndur af Jafnréttisstofu

Hópurinn vinnur nú að kortlagningu á stöðunni og greiningu á úrbótatækifærum og gerir ráð fyrir að skila stöðuskýrslu um mitt ár 2021. Í framhaldi mun hópurinn vinna að gerð handbókar og/eða annars fræðsluefnis.

Fastanefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum