Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um endurskoðun fyrirkomulags álagningar og ráðstöfunar skipulagsgjalds

Innviðaráðuneytið

Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um endurskoðun fyrirkomulags álagningar og ráðstöfunar skipulagsgjalds.

  1. Hlutverk starfshópsins er m.a. eftirfarandi:
    Að móta tillögur um breytt fyrirkomulag við álagningu skipulagsgjalds. Í því felst að endurskoða grundvöll gjaldsins, sem nú miðast við brunabótamat, og skoða möguleika á öðrum grundvelli, s.s. að miða við rúmmál húsnæðis. Einnig taki starfshópurinn afstöðu til þess á hvaða tíma skipulagsgjald fellur í gjalddaga og hver annist innheimtu þess.
  2. Að endurskoða aðferðir við ráðstöfun gjaldsins til sveitarfélaga, út frá gagnrýni sem komið hefur fram um annars vegar skiptingu þess milli sveitarfélaga og hins vegar að einungis hluti gjaldsins rennur til skipulagsgerðar sveitarfélaga og annarra verkefna á sviði skipulagsmála skv. fjárlögum.

 

Starfshópurinn er svo skipaður:
Jón Björn Hákonarson, formaður, fulltrúi innviðaráðherra,
Ester Anna Ármannsdóttir, fulltrúi innviðaráðherra,
Margrét Þórólfsdóttir, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytis,
Guðjón Steinsson, fulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga,
Þorsteinn Gunnarsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga,
Ólafur Árnason, fulltrúi Skipulagsstofnunar.
 

Skipað er til og með 31. mars 2023.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum