Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um eftirfylgni með framkvæmd stefnu og framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017–2021

Félagsmálaráðuneytið

Hinn 31. maí 2017 samþykkti Alþingi þingsályktun um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017–2021. Starfshópurinn hefur með höndum heildarumsjón með eftirfylgni og framkvæmd stefnunnar, samanber einnig 3. kafla þingsályktunarinnar um eftirfylgni, framkvæmd og endurmat með framkvæmdaáætluninni en þar segir: 

 

Heildarumsjón með eftirfylgni og framkvæmd stefnu verði í höndum ráðherraskipaðs starfshóps í málefnum fatlaðs fólks skipuðum fulltrúum velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Íslands.

Gert er ráð fyrir að hópurinn vinni að stöðumati í upphafi tímabils og endurmati í lok tímabils. Auk þess er gert ráð fyrir að hópurinn leggi fram tillögur fyrir ráðherra að forgangsröðun verkefna eigi síðar en í febrúar ár hvert og skili greinargerð um framgang verkefna sl. árs á sama tíma.

Starfshópinn skipa 

  • Lovísa Lilliendahl, án tilnefningar, formaður 
  • Bryndís Snæbjörnsdóttir, tiln. af Landssamtökunum Þroskahjálp
  • Elísabet Gísladóttir, tiln. af dómsmálaráðuneytinu
  • Gústav Aron Gústavsson, tiln. af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 
  • Halldór Sævar Guðbergsson, tiln. af Öryrkjabandalagi Íslands 
  • Tryggvi Þórhallsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Skipaður af félags- og jafnréttismálaráðherra frá 31. október 2017.

 

 

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira