Forsætisráðherra skipaði framtíðarnefnd um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga 12. júní 2018. Skipan nefndarinnar var í samræmi við fyrirætlan ríkisstjórnarinnar en kveðið er á um skipan slíkrar nefndar í stjórnarsáttmálanum.
Nefndin er skipuð 11 þingmönnum:
- Smári McCarthy, alþingismaður, formaður
- Líneyk Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, varaformaður
- Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður
- Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður
- Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður
- Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður
- Inga Sæland, alþingismaður
- Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður
- Logi Einarsson, alþingismaður
- Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður
- Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður
Nefndinni er ætlað að fjalla um helstu tækifæri og ógnanir Íslands í framtíðinni m.t.t. langtímabreytinga á umgengni við náttúruna, lýðfræðilegra breytinga og þeirra hröðu umskipta sem eru í vændum með síaukinni sjálfvirkni. Verkefni nefndarinnar eru samkvæmt skipunarbréfi nefndarmanna:
- Nefndin fjalli um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga, áhrif tækniframfara og hina svokölluðu fjórðu iðnbyltingu.
- Nefndin fjalli um þróun þeirra meginstrauma sem koma til með að hafa mótandi áhrif á samfélagið til framtíðar einkum með hliðsjón af þróun umhverfismála og lýðfræðilegum þáttum.
- Nefndin stuðli að upplýstri umræðu um tækifæri og ógnanir framtíðarinnar og verði virkur umræðuvettvangur um framtíðarfræði.
- Nefndin fylgist með starfi vinnuhópa Samráðsvettvangs um aukna hagsæld og vinni úr niðurstöðum hópanna ef við á. Formaður framtíðarnefndar á sæti í Samráðsvettvangnum.
- Nefndin taki til umfjöllunar niðurstöður Vísinda- og tækniráðs og vinni úr niðurstöðum ráðsins ef við á.
Nefndin er jafnframt gert að skila greinargerð um störf sín til forsætisráðherra árlega sem upplýsi Alþingi um störf nefndarinnar