Hoppa yfir valmynd

Stýrihópur um gerð stefnu um líffræðilega fjölbreytni

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipaður 11. janúar 2024.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að ljúka skuli endurskoðun á stefnu um líffræðilega fjölbreytni á kjörtímabilinu. Vinna við endurskoðunina hófst fyrri hluta árs 2020 þegar skipaður var stýrihópur með fulltrúum fjögurra ráðuneyta auk tveggja fulltrúa ráðherra. Stýrihópnum var falið það hlutverk að undirbúa nýja stefnumótun og framkvæmdaáætlun fyrir líffræðilega fjölbreytni hér á landi til næstu ára, sem jafnframt styðji við framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Stýrihópurinn lauk við skrif á grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa vorið 2022 og var hún sett í kynningu í samráðsgátt stjórnvalda í september 2022.

Stýrihópnum sem falið það verkefni að hefja næstu skref í stefnumótunarvinnunni. Gert er ráð fyrir að stefnumótunin liggi fyrir í lok árs 2024 og að stýrihópurinn hafi samráð við stofnanir, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila við mótun stefnunnar.

Án tilnefningar
Sigríður Svana Helgadóttir, formaður,
Jón Geir Pétursson,

Samkvæmt tilnefningu Sambands Íslenskra sveitarfélaga
Guðrún Anna Finnbogadóttir 

Samkvæmt tilnefningu innviðaráðuneytis
Hólmfríður Sveinsdóttir

Samkvæmt tilnefningu mennta- og barnamálaráðuneytis
Óskar Haukur Níelsson

Samkvæmt tilnefningu heilbrigðisráðuneytis
Sigríður Jakobínudóttir

Samkvæmt tilnefningu matvælaráðuneytis
Sveinn Kári Valdimarsson

Með hópnum munu starfa Steinar Kaldal, teymisstjóri í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.


Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum