Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um 1. gr. póstlaga sbr. bráðabirgðaákvæði

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að meta hvernig best megi ná markmiðum 1. gr. laga um póstþjónustu nr. 98/2019 um alþjónustu, m.a. með hliðsjón af tækninýjungum, samkeppnissjónarmiðum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Tillögur hópsins skulu settar fram í skýrslu, ásamt kostnaðarmati, og gerð skal grein fyrir áhrifum þeirra á póstmarkaðinn í heild sinni og hagrænum áhrifum í samkeppnislegu og byggðalegu tilliti. Skipað er til og með 15. desember 2021.

Markmið með vinnu starfshópsins er að:
- greina tækifæri til að lækka kostnað ríkissjóðs af póstþjónustu, þ.e. svonefndan alþjónustukostnað,
- útfæra tillögur sem tryggja að allir landsmenn fái notið póstþjónustu og greiði fyrir hana viðunandi verð, þ.m.t mögulega flutningsjöfnun,
- tryggja heilbrigða samkeppni á svæðum þar sem ekki er markaðsbrestur og
- greina og bregðast við mögulegri skörun milli laga um póstþjónustu og laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi.

Í starfshópnum sitja;
Ísólfur Gylfi Pálmason, fulltrúi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, formaður starfshópsins,
Anna Guðrún Ragnarsdóttir, fulltrúi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem jafnframt er verkefnisstjóri,
Steinunn Sigvaldadóttir, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðherra,
Sigrún Ólafsdóttir, fulltrúi forsætisráðherra,
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, fulltrúi landshlutasamtaka sveitarfélaga,
Eyþór Björnsson, fulltrúi landshlutasamtaka sveitarfélaga,
Snorri Björn Sigurðsson, fulltrúi Byggðastofnunar,
Eva Ómarsdóttir, fulltrúi Samkeppniseftirlitsins,
Benedikt S. Benediktsson, fulltrúi Samtaka verslunar og þjónustu,
Árni Grétar Finnsson, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins,
Breki Karlsson, fulltrúi Neytendasamtakanna.

Með starfshópnum starfi einnig sérfræðingar frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og eftir atvikum fulltrúar Íslandspósts, einnig leiti starfshópurinn samráðs við haghafa eftir því sem við á. 
Gert er ráð fyrir að áfangaskýrslu starfshópsins verði skilað til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra eigi síðar en 1. október 2021.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira