Hoppa yfir valmynd

Samráðsvettvangur um loftslagsaðgerðir í landbúnaði og landnotkun

Matvælaráðuneytið

Matvælaráðherra hefur skipað samráðsvettvang um loftslagsaðgerðir í landbúnaði og landnotkun. Tilgangur með skipan vettvangsins er að bæta upplýsingaflæði, byggja upp traust, bæta gögn varðandi losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda og samþætta aðgerðir í landbúnaði og landnotkun í þágu loftslags og vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum. Hlutverk samráðsvettvangsins er:

  • að hafa hverju sinni yfirsýn yfir rannsóknir sem unnið er að og stöðu þekkingar,
  • að hafa yfirsýn yfir losunarbókhald landnotkunar og landbúnaðar,
  • að leggja mat á stöðu og þróun loftslagsaðgerða í landbúnaði og landnotkun,
  • að gera tillögur um aðgerðir í loftslagsmálum í landbúnaði og tengdri landnotkun,
  • að fjalla um og gera tillögur um útfærslur aðgerða og leiðir til að stuðla að framgangi þeirra,
  • að fjalla um samspil landnotkunar, landbúnaðar og aðlögunar að loftslagsbreytingum

Í samráðsvettvangnum eiga sæti:

Björn Helgi Barkarson, formaður, tilnefndur af matvælaráðherra,
Bryndís Eiríksdóttir, tilnefnd af matvælaráðherra,
Jóhann Þórsson, tilnefndur af Landgræðslunni,
Úlfur Óskarsson, tilnefndur af Skógræktinni,
Borgar Páll Bragason, tilnefndur af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins,
Vanda Úlfrún Hellsing, tilnefnd af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, 
Ásta Karen Helgadóttir, tilnefnd af Umhverfisstofnun,
Jóhanna Gísladóttir, tilnefnd af Landbúnaðarháskóla Íslands,
Valur Klemensson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands, netfang: [email protected]

Starfsmaður nefndarinnar verður Salome Hallfreðsdóttir, sérfræðingur í matvælaráðuneytinu.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum