Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um leyfi fyrir erlenda sérfræðinga til að dvelja á Íslandi og stunda fjarvinnu

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að endurskoða útfærslu og fyrirkomulag á leyfi fyrir erlenda sérfræðinga til að dvelja á Íslandi og stunda hér vinnu sína fyrir erlend fyrirtæki í fjarvinnu, með tilliti til einföldunar og styttingar á ferli við veitingu slíks leyfis. Starfshópnum er einnig falið að skoða hvort gera megi erlendum sérfræðingum kleift að stunda hér vinnu sína fyrir erlend fyrirtæki í fjarvinnu í lengri tíma en þá 6 mánuði sem leyfið nær nú til, og hvort unnt sé að gera mökum viðkomandi sérfræðinga kleift að starfa hér á landi á sama tíma. Starfshópurinn skal jafnframt taka til skoðunar atriði sem snúa að skattaumhverfi viðkomandi sérfræðinga, málefni er snerta skólagöngu barna viðkomandi sérfræðinga og búsetuskráning.

Starfshópnum er falið að gera tillögur til ráðherra um nauðsynlegar laga- og reglugerðarbreytingar með það að markmiði að ná fram aukinni einföldun og liðka fyrir tímabundinni fjarvinnu erlendra sérfræðinga á Íslandi.

Eftirtaldir skipa starfshópinn:

Sigurbjörg S. Guðmundsdóttur, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, formaður, 

Gunnlaugur Geirsson, tilnefndur af dómsmálaráðuneyti, 

Vilmar Freyr Sævarsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti, 

Linda Rós Alfreðsdóttir, tilnefnd af félagsmálaráðuneyti, 

Ína Dögg Eyþórsdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti, 

Skúli Þór Gunnsteinsson, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, 

Guðrún Ásta Sigurðardóttir, tilnefnd af Skattinum, 

Hlynur Geir Ólason, tilnefndur af Útlendingastofnun,

Bryndís Axelsdóttir, tilnefnd af Vinnumálastofnun, 

Sveinn Birkir Björnsson, tilnefndur af Íslandsstofu.

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira