Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að vinna tillögu að endurskoðuðu samkomulagi ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um eflingu almenningsamgangna á höfuðborgarsvæðinu, sbr. samkomulag varðandi rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu dags. 26. september 2019. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum sínum fyrir lok 2021 en skipað er til 31. desember 2021.
Starfshópurinn er svo skipaður:
Árni Freyr Stefánsson, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
Steinunn Sigvaldadóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti,
Sigrún Ólafsdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneyti,
Birgir Björn Sigurjónsson, tilnefndur af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,
Guðrún Edda Finnbogadóttir, tilnefnd af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,
Páll Björgvin Guðmundsson, tilnefndur af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.