Starfshópur um uppbyggingu þjóðarleikvangs í frjálsíþróttum í Laugardal 2024
Starfshópur um uppbyggingu þjóðarleikvangs í frjálsíþróttum í Laugardal
Mennta- og barnamálaráðherra skipaði starfshóp um uppbyggingu þjóðarleikvangs í frjálsíþróttum í Laugardal, sbr. viljayfirlýsingu sem undirrituð var 2.9.2024 um framtíðaruppbyggingu þjóðarleikvanga fyrir knattspyrnu og frjálsíþróttir. Viljayfirlýsingin var undirrituð af forsætisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, Reykjavíkurborg, Knattspyrnusambandi Íslands og Frjálsíþróttasambandi Íslands. Verkefni hópsins er eftirfarandi:
- Yfirfara fyrirliggjandi gögn sem tengjast uppbyggingu þjóðarleikvangs í frjálsíþróttum s.s.:
- Skýrslu um þjóðarleikvang í frjálsíþróttum frá 2021
- Gögn sem fram hafa komið vegna undirbúnings byggingar þjóðarhallar
- Skýrslu starfshóps um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks og hugmyndir um Afreksmiðstöð Íslands
- Afla frekari gagna sem varða grundvöll uppbyggingarinnar s.s.:
- Upplýsingar umframtíðar þarfir í afreksstarfi í frjálsíþróttum
- Upplýsingar um núverandi barna- og unglingastarf og framtíðar þarfir íþróttafélaganna í Reykjavík
- Þarfir og mögulega nýtingu Afreksmiðstöðvar og annarra íþróttagreina á vellinum
- Tengingu og samnýtingu viðuppbyggingu íþróttamannvirkja í Laugardalvið íbúahverfi í borginni
- Uppfærðar kröfur alþjóðlegra frjálsíþróttasambanda
- Vinna að útfærslu hugmynda sem fram koma í skýrslu starfshóps um þjóðarleikvang í frjálsíþróttum frá árinu 2021, að teknu tilliti til nýrra upplýsinga sbr. ofangreint.
- Staðfesta staðarval fyrir nýjan þjóðarleikvang í frjálsíþróttum sem lagt verði fyrir eigendur til ákvörðunar.
- Litið verði til deiliskipulags, landfræðilegra hindrana og langtíma skipulags fyrir viðkomandi svæði
- Stilla upp tímasettri áætlun vegna framkvæmda við uppbyggingu mannvirkisins.
- Vinna að greiningu á kostnaði við uppbyggingu og rekstur mannvirkis að teknu tilliti til samnýtingar annarrar aðstöðu í Laugardal.
- Leggja fram drög að samkomulagi um eignarhald og skiptingu kostnaðar við uppbyggingu og rekstur mannvirkisins.
- Skoða sérstaklega hvernig aðgengi frjálsíþróttafólks að mannvirkjum er tryggt á uppbyggingartíma
Starfshópurinn er þannig skipaður:
Aðalmenn:
- Gunnar Svavarsson, formaður, án tilnefningar
- Freyr Ólafsson, skv. tilnefningu Frjálsíþróttasambands Íslands
- Þórey Edda Elísdóttir, skv. tilnefningu Frjálsíþróttasambands Íslands
- Ámundi V. Brynjólfsson, skv. tilnefningu Reykjavíkurborgar
- Helga Friðriksdóttir, skv. tilnefningu Reykjavíkurborgar.
Varamenn:
- Oddný Kristinsdóttir, skv. tilnefningu Frjálsíþróttasambands Íslands
- Sigurður Haraldsson, skv. tilnefningu Frjálsíþróttasambands Íslands
- Guðni Guðmundsson, skv. tilnefningu Reykjavíkurborgar
- Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, skv. tilnefningu Reykjavíkurborgar.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.