Hoppa yfir valmynd

Kría - stjórn 2021-2025

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Þann 12. júní sl. voru á Alþingi samþykkt lög um Kríu - sprota- og nýsköpunarsjóð, nr. 65/2020. Kría er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins sem hefur það hlutverk að fjárfesta í sérhæfðum sjóðum sem hafa þann tilgang að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Samkvæmt 4. gr. laganna skipar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra stjórn Kríu til fjögurra ára í senn. Einn skal skipaður samkvæmt tilnefningu forsætisráðherra, annar samkvæmt tilnefningu þess ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins og þrír án tilnefningar og skal einn þeirra skipaður formaður. Samkvæmt sömu grein skulu stjórnarmenn hafa haldgóða þekkingu á fjárfestingarstarfsemi og/eða rekstri sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Verkefnum stjórnar er nánar lýst í 2. mgr. 4. gr. laganna.

Stjórnin er þannig skipuð:

  • Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, formaður, 
  • Eva Halldórsdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðherra, 
  • Hildur Sverrisdóttir, án tilnefningar,
  • Ari Helgason, án tilnefningar,
  • Pétur Már Halldórsson, tilnefndur af forsætisráðherra.
Ráð og stjórnir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum