Hoppa yfir valmynd

Faghópur um samfélagslega virkni fyrir einstaklinga með geðrænan vanda

Félagsmálaráðuneytið

Hlutverk faghópsins er að skilgreina hvers konar þjónustu, fjármögnuð af hinu opinbera, er þörf á sviði félagsþjónustu og vinnumarkaðsaðgerða fyrir fólk með geðrænan vanda en mikilvægt er fólk með geðrænan vanda hafi aðgang að fjölbreyttum þjónustu- og virkniúrræðum til að auka lífsgæði og efla samfélagslega þátttöku með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun, efla sjálfstæði og virkja þá reynslu og þekkingu sem það býr yfir. Hópurinn er ólíkur innbyrðis og því þýðingarmikið að þjónustan sem í boði er sé sem fjölbreyttust og miðuð að þörfum einstaklinganna þannig að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi í því skyni að verða virkir í samfélaginu. Horft verði til snemmtækra inngripa og tryggt að þjónustan sé samfelld og samþætt þannig að komið sé í veg fyrir að einstaklingarnir falli milli þjónustukerfa. Áhersla skal því lögð á þverfaglega nálgun sem stuðlar að nánu samstarfi heilbrigðis- og félagsþjónustu sem og vinnumála- og skólakerfisins. Faghópnum er eingöngu ætlað að fjalla um innihald og gæði þjónustunnar án tillits til framkvæmdaraðila, þ.e. þess sem veitir þjónustuna. 

Faghópinn skipa: 

  • Linda Hrönn Þórisdóttir, formaður
  • Agnes Agnarsdóttir, sálfræðingur 
  • Erik Brynjar Schweitz Eriksson, geðlæknir 
  • Ingibjörg Briem, félagsráðgjafi 
  • Ólöf Helga Þór, náms- og starfsráðgjafi 
  • Sigurður Hólm Gunnarsson, iðjuþjálfi

Skipaður af félags- og jafnréttismálaráðherra 28. september 2018

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira