Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um bætt eftirlit með lögum um handiðnað

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur skipað starfshóp til að taka til endurskoðunar eftirlit með lögum um handiðnað með það að markmiði að bæta eftirlitið þannig að allir sem starfa á sviði lögverndaðra iðngreina starfi eftir sömu leikreglum. Vinna starfshópsins tekur einnig til styttingar á málsmeðferðartíma hjá eftirlitsstjórnvöldum og aukinnar skilvirkni við eftirlit. Jafnframt skal starfshópurinn taka til endurskoðunar sektarfjárhæðir við brotum á iðnaðarlögum þannig að sektir við brotum hafi raunveruleg varnaráhrif.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Hreinn Hrafnkelsson, formaður, skipaður af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
  •  Ásta María Reynisdóttir, aðalmaður, skv. tilnefningu mennta- og menningarmálaráðuneytis.
  • Björg Ásta Þórðardóttir, aðalmaður, skv. tilnefningu Samtaka iðnaðarins.
  • Elmar Hallgríms Hallgrímsson, skv. tilnefningu ASÍ.
  •     Varamaður: Kristján Þórður Snæbjarnarson.
  • Þeba Björt Karlsdóttir, aðalmaður, skv. tilnefningu Neytendasamtakanna.
  •     Varamaður: Ívar Halldórsson
 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira