Hoppa yfir valmynd

Samhæfingarnefnd um velferð og virkni á vinnumarkaði

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nefndin hefur að leiðarljósi að blása til sóknar á íslenskum vinnumarkaði með áherslu á réttlát umskipti, jöfn tækifæri til vinnu og velferð fólks á vinnumarkaði.

Nefndin mun fjalla um mögulegar leiðir til að fjölga sveigjanlegum störfum og hlutastörfum, t.a.m. með samkomulagi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs. Markmið þess er að tryggja fólki með mismikla starfsgetu fjölbreytt störf, bætt lífskjör og viðundandi starfsaðstæður og þannig auka fjölbreytileika og fjölga tækifærum til þátttöku á vinnumarkaði. Þá mun nefndin skoða áhrif loftslags- og tæknibreytinga á þróun vinnumarkaðarins, þ.m.t ólíkar starfsgreinar og þjóðfélagshópa. Ennfremur hvernig megi bæta gagnaöflun og gagnavinnslu um vinnumarkaðinn. Nefndin mun einnig leita leiða til að stuðla að aukinni velferð á vinnumarkaði með áherslu á aðgerðir til að styðja við endurkomu og draga úr ótímabæru brotthvarfi af vinnumarkaði. Jafnframt er nefndinni falið að móta heildstæða stefnu um málefni ungs fólks á vinnumarkaði, þar sem áhersla verði á að lækka hlutfall ungmenna og ungs fólks sem eru ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun (NEET).

Samhæfingarnefndin er þannig skipuð:

 

  • Ólafur Elínarson, án tilnefningar, formaður,
  • Klara Briem, án tilnefningar, verkefnisstjóri nefndarinnar,
  • Bergþór Haukdal Jónasson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti,
  • Henný Hinz, tilnefnd af forsætisráðuneyti,
  • Ólafur Grétar Kristjánsson, tilnefndur af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti,
  • Sara Lovísa Halldórsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti,
  • Ragnheiður Bóasdóttir, tilnefnd af mennta- og barnamálaráðuneyti,
  • Róbert Farestveit, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands,
  • Þóra Kristín Þórsdóttir, tilnefnd af Bandalagi háskólamanna,
  • Fríða Rós Valdimarsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja,
  • Magnús Þór Jónsson, tilnefndur af Kennarasambandi Íslands,
  • Hlynur Jónasson, tilnefndur af Landssamtökunum Geðhjálp,
  • Sara Dögg Svanhildardóttir, tilnefnd af Landssamtökunum Þroskahjálp,
  • Heiðrún Björk Gísladóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins,
  • Margrét Sigurðardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
  • Unnur Sverrisdóttir, tilnefnd af Vinnumálastofnun,
  • Vigdís Jónsdóttir, tilnefnd af VIRK Starfsendurhæfingarsjóði,
  • Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, tilnefnd af Vinnueftirliti ríkisins,
  • Sunna Elvíra Þorkelsdóttir, tilnefnd af Öryrkjabandalagi Íslands.

 

Samhæfingarnefndin skilar fyrstu tillögum í október 2022. Skipunartími er til 31. maí 2023.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum