Áfrýjunarnefnd ágreiningsmála á kirkjulegum vettvangi svo og annarra mála, sem til hennar kann að verða skotið frá úrskurðarnefnd, starfar á grundvelli laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Um áfrýjunarnefndina er einkum fjallað í 13. gr. téðra laga. Um málsmeðferð fyrir áfrýjunarnefnd gilda starfsreglur kirkjuþings nr. 730/1998, með síðari breytingum.
Nefndin er þannig skipuð:
- Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, formaður,
- Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri,,
- Hildur Briem,héraðsdómari.
Varamenn:
- Óskar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður,
- Edda Andradóttir, lögmaður,
- Jón Höskuldsson, héraðsdómari.
Skipunartími er frá og með 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023 eða til fjögurra ára.