Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema úrskurðar í málum, þar sem námsmenn í ríkisháskólum eða háskólum sem hlotið hafa staðfestingu menntamálaráðherra, telja brotið á rétti sínum sbr. ákvæði reglna nr. 1152/2006 um áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema skv. 20. gr. laga nr. 63/2006.
Nefndin er þannig skipuð:
- Elvar Jónsson, formaður, skipaður án tilnefningar
- Eva Halldórsdóttir, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins
- Pétur Marteinn Urbancic, tilnefndur af Landssamtökum íslenskra stúdenta
Varamenn:
- Aldís Mjöll Geirsdóttir, tilnefnd af Landssamtökum íslenskra stúdenta
- Guðmundur Sigurðsson, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins
- Silja Rán Arnarsdóttir, skipuð án tilnefningar
Nefndin starfar í tvö ár. Núverandi nefnd var skipuð 18. maí 2022 og starfar til 17. maí 2024.