Hoppa yfir valmynd

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála 2021-2025

Vefur nefndar
Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins sæta kæru til sérstakrar nefndar, áfrýjunarnefndar samkeppnismála.  Í áfrýjunarnefnd samkeppnismála sitja þrír menn og jafnmargir til vara, skipaðir af ráðherra eftir tilnefningu Hæstaréttar. Skipunartími áfrýjunarnefndar er hinn sami og skipunartími stjórnar Samkeppniseftirlitsins.

Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 sitja í áfrýjunarnefnd samkeppnismála þrír menn og jafnmargir til vara, skipaðir af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eftir tilnefningu Hæstaréttar.

Formaður og varamaður hans, sem jafnframt er varaformaður skulu uppfylla hæfisskilyrði hæstaréttardómara, en aðrir nefndarmenn skulu hafa faglega kunnáttu á sviði samkeppnis- og viðskiptamála. Skipunartíminn er fjögur ár skv. 3. mgr. 9. gr., sbr. 2. mgr. 5 gr. samkeppnislaga. Skipunartími áfrýjunarnefndar er hinn sami og skipunartími stjórnar Samkeppniseftirlitsins.

Netfang: [email protected]

Nefndina skipa skv. tilnefningum Hæstaréttar:

  • Björn Jóhannesson, formaður
  • Anna Kristín Traustadóttir
  • Kristín Benediktsdóttir

Varamenn:

  • Lárus Rafn Blöndal, varaformaður
  • Brynhildur Benediktsdóttir
  • Jóna Björk Helgadóttir
Úrskurða- og kærunefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum