Ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins sæta kæru til sérstakrar nefndar, áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í áfrýjunarnefnd samkeppnismála sitja þrír menn og jafnmargir til vara, skipaðir af ráðherra eftir tilnefningu Hæstaréttar. Skipunartími áfrýjunarnefndar er hinn sami og skipunartími stjórnar Samkeppniseftirlitsins.
Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 sitja í áfrýjunarnefnd samkeppnismála þrír menn og jafnmargir til vara, skipaðir af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eftir tilnefningu Hæstaréttar.
Formaður og varamaður hans, sem jafnframt er varaformaður skulu uppfylla hæfisskilyrði hæstaréttardómara, en aðrir nefndarmenn skulu hafa faglega kunnáttu á sviði samkeppnis- og viðskiptamála. Skipunartíminn er fjögur ár skv. 3. mgr. 9. gr., sbr. 2. mgr. 5 gr. samkeppnislaga. Skipunartími áfrýjunarnefndar er hinn sami og skipunartími stjórnar Samkeppniseftirlitsins.
Netfang: [email protected]
Nefndina skipa skv. tilnefningum Hæstaréttar:
- Björn Jóhannesson, formaður
- Anna Kristín Traustadóttir
- Stefán Már Stefánsson
Varamenn:
- Lárus Rafn Blöndal, varaformaður
- Brynhildur Benediktsdóttir
- Kristín Benediktsdóttir
Starfsmaður nefndarinnar er Sonja María Hreiðarsdóttir.