Hoppa yfir valmynd

Álitsnefnd vegna umsókna um skráningu trúfélags eða lífsskoðunarfélags

Dómsmálaráðuneytið
Starfar skv. 4. mgr. 4. gr. laga nr. 108/1999 um skráð trúfélög með síðari breytingum. (lög nr. 6/2013).

Áður en leyfi er veitt til skráningar trúfélags eða lífsskoðunarfélags skal leita álits nefndar sem dómsmálaráðherra skipar til fjögurra ára.

Einn nefndarmaður er skipaður samkvæmt tilnefningu lagadeildar hér á landi á háskólastigi, og skal hann vera formaður nefndarinnar, annar tilnefndur af félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, sá þriðji tilnefndur af guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og sá fjórði tilnefndur af sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

 

Júlí Ósk Antonsdóttir, aðjúnkt, tilnefnd af lagadeild Háskólans á Akureyri, jafnframt formaður.
Helga Ögmundardóttir, lektor í mannfræði, tilnefnd af Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, tilnefnd af Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.
Páll Rafnar Þorsteinsson, verkefnisstjóri, tilnefndur af Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

Úrskurða- og kærunefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum