Hoppa yfir valmynd

Bílanefnd

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur yfirumsjón með bifreiðaeign ríkisins og bifreiða­notkun þess eftir því sem nánar segir í reglugerð nr. 1281/2014, um bifreiðamál ríkisins. Tekur reglugerðin til stofnana ríkisins og gildir um bifreiðar í eigu ríkisins og rekstrar­leigu­bifreiðar, leigðar bifreiðar starfsmanna ríkisins, bíla­leigu­bíla og leigubíla.

Bílanefnd, sem fjármála- og efnahagsráðherra skipar, er ráðuneytinu til aðstoðar um framkvæmd reglugerðar um bílamál. Nefndinni er jafnframt ætlað að hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar hjá einstökum stofnunum ríkisins. Kaup eða rekstrarleiga á bifreiðum skal eiga sér stað að fengnu samþykki bílanefndar f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytis.

Kaup og sala ríkisbifreiða skal fara fram á vegum Ríkiskaupa. Ríkiskaup skulu að öllu jöfnu kaupa bifreiðar og afla rekstrarleigubifreiða að undangengnu útboði. Sala ríkisbifreiða skal fara fram samkvæmt reglugerð nr. 1280/2014 um ráðstöfun eigna ríkisins. Ríkiskaup annast afsöl og nauðsynlegar tilkynningar vegna slíkra viðskipta svo og afhendingu bifreiða og innheimtu söluandvirðis.

Í nefndinni sitja (skipuð 2021-2023):

  • Kjartan Dige Baldursson, formaður tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Ásgeir Þór Ásgeirsson, tilnefndur af Ríkislögreglustjóra
  • Magnús Valur Jóhansson, tilnefndur af Vegagerðinni

Ritari nefndarinnar er Laufey Hlín Björgvinsdóttir 

Eyðublöð á vegum bílanefndar (á vef Ríkiskaupa).

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum