Hoppa yfir valmynd

Dómnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti dómara

Dómsmálaráðuneytið

Samkvæmt 11. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016, skipar dómsmálaráðherra fimm menn í dómnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara, landsréttardómara og héraðsdómara á grundvelli tilnefninga frá Hæstarétti Íslands, Landsrétti, dómstólasýslunnar, Alþingi og Lögmannafélagi Íslands. Er nefndinni falið að láta dómsmálaráðherra í té skriflega og rökstudda umsögn um umsækjendur um dómaraembætti sbr. 12. gr. laganna. Í umsögn sinni skal dómnefndin taka afstöðu til þess hvaða umsækjandi sé hæfastur til að hljóta embættið en heimilt er að setja tvo eða fleiri umsækjendur jafna. Hefur ráðherra sett nánari reglur um störf nefndarinnar sem birtar eru í Stjórnartíðindum B-deild.

Skipunartími í nefndina er fimm ár, en þó þannig að skipunartími eins manns rennur út hvert ár.

  • Eiríkur Tómasson, fyrrverandi hæstaréttardómari, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, tilnefndur af Hæstarétti
  • Kristín Benediktsdóttir dósent, tilnefnd af Landsrétti,
  • Helga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður, tilnefnd af Alþingi,
  • Ragnheiður Harðardóttir landsréttardómari, tilnefnd af dómstólaráði, og
  • Óskar Sigurðsson lögmaður, tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands.

Varamenn, tilnefndir eru af sömu aðilum:

  • Áslaug Árnadóttir lögmaður,
  • Sigríður Þorgeirsdóttir lögfræðingur, 
  • Halldór Halldórsson, dómstjóri héraðsdóms Norðurlands vestra og 
  • Guðrún Björk Bjarnadóttir lögmaður.

Umsagnir dómnefndarinnar um umsækjendur um dómaraembætti:

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira