Erfðanefnd landbúnaðarins 2023 - 2026
Erfðanefnd landbúnaðarins starfar samkvæmt 16. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998 og skal hún skipuð til þriggja ára í senn. Í nefndinni sitja sjö fulltrúar og jafnmargir til vara, einn frá Bændasamtökum Íslands, tveir frá Landbúnaðarháskóla Íslands, einn frá Landi og skógi, einn frá Hafrannsóknastofnun og einn frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ráðherra skipar formann án tilnefningar.
Helstu verkefni nefndarinnar eru:
a) að annast samráð innan lands um varðveislu erfðaauðlinda í landbúnaði,
b) að hvetja til rannsókna á sviði erfðaauðlinda í landbúnaði,
c) að stuðla að miðlun þekkingar um erfðaauðlindir og gildi þeirra, jafnt með kennslu sem upplýsingagjöf til almennings,
d) að veita hagsmunaaðilum og stjórnvöldum ráðgjöf um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði,
e) að annast samskipti við erlenda aðila á þessu sviði í samstarfi við tengiliði Íslands hjá alþjóðastofnunum.
Nefndin er þannig skipuð:
Aðalmenn:
- Árni Bragason, formaður, án tilnefningar,
- Þorvaldur Kristjánsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands,
- Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, tilnefnd af Landbúnaðarháskóla Íslands,
- Birna Kristín Baldursdóttir, tilnefnd af Landbúnaðarháskóla Íslands,
- Pawel Wasowicz, tilnefndur af Náttfræðistofnun Íslands,
- Brynja Hrafnkelsdóttir, tilnefnd af Landi og Skógi,
- Leó Alexander Guðmundsson, tilnefndur af Hafrannsóknarstofnun
Varamenn:
· Freydís Vigfúsdóttir, án tilnefningar,
· Sigurborg Hanna Sigurðardóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands,
· Jón Hjalti Eiríksson, tilnefndur af Landbúnaðarháskóla Íslands,
· Hrannar Smári Hilmarsson, tilnefndur af Landbúnaðarháskóla Íslands,
· Járngerður Grétarsdóttir, tilnefnd af Náttúrufræðistofnun Íslands,
· Aðalsteinn Sigurgeirsson tilnefndur af Landi og skógi,
· Jóhannes Guðbrandsson, tilnefndur af Hafrannsóknarstofnun