Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins
Samkvæmt 15. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999, skipar ráðherra eina færni- og heilsumatsnefnd í hverju heilbrigðisumdæmi til að sjá um mat á þörf fólks fyrir dvöl í hjúkrunarrými og dvalarrými. Auk þess metur nefndin þörf fyrir hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili. Nefndin er skipuð þremur mönnum, en ráðherra er þó heimilt að skipa sex manna nefnd í fjölmennum heilbrigðisumdæmum, svo sem á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn.
Aðalmenn
- Pálmi V. Jónsson, læknir, formaður
- Unnur K. Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, varaformaður
- Eyrún Jónatansdóttir, félagsráðgjafi,
- Inga Valgerður Kristinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Kristinn Guðjón Kristinsson, félagsráðgjafi
- Hafsteinn Freyr Hafsteinsson, heilsugæslulæknir
Varamenn
- Ásdís Geirsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Vilhelmína Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Sigrún Ingvarsdóttir, félagsráðgjafi
- Guðleif Leifsdóttir, félagsráðgjafi
- Haukur Valdimarsson, læknir
- Stefán Þorvaldsson, læknir
Skipunartími nefndarinnar er frá 1. júní 2020 til 31. maí 2024
Umsókn skal send:
Færni- og heilsumatsnefnd, Heislugæsla höfuðborgarsvæðisins
Þönglabakka 1, 109 Reykjavík
Sími: 585-1300 (mánud., þriðjud., fimmtud. og föstud. kl. 11-12)
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.