Hoppa yfir valmynd

Faghópur vegna verkefnis um mat á gróðurauðlindum 2017-2026

Matvælaráðuneytið

Matvælaráðuneytið, Bændasamtök Íslands, Landgræðsla ríkisins og Landssamtök sauðfjárbænda, hafa gert með sér samkomulag um verkefni samkvæmt 8. gr. rammasamnings um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins skv. búnaðarlögum nr. 70/1998, vegna verkefnis um mat á gróðurauðlindum frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2026 sbr. 20. gr. rammasamnings. Samkomulagið var undirritað þann 17. febrúar 2017. Markmið verkefnisins er tvíþætt, annars vegar að skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og gera grein fyrir breytingum þar á. Hins vegar að þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu gróður- og jarðvegsauðlinda landsins.

Faghópurinn er þannig skipaður:

  • Oddný Steina Valsdóttir, formaður  
  • Borgar Páll Bragason 
  • Borgþór Magnússon 
  • Ingibjörg Svala Jónsdóttir 
  • Jóhannes Sveinbjörnsson
Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum