Hoppa yfir valmynd

Fagráð um umferðarmál

Hlutverk fagráðs um umferðarmál er að vera vettvangur samráðs og upplýsingaskipta. Jafnframt skal það beita sér fyrir auknu umferðaröryggi og bættum umferðarháttum. Ráðið skal vera óháð þeim stofnunum sem eiga aðild að því og starfa í umboði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Fagráðið tekur við af umferðarráði og er skipað í samræmi við lög um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála. Er þar kveðið á um heimild til skipunar fagráðs um umferðarmál með fulltrúum Samgöngustofu, hagsmunaaðila og annarra aðila. 

Fagráðið er þannig skipað:

 • Ísólfur Gylfi Pálmason, formaður, án tilnefningar,
 • Gauti Daðason, varaformaður, án tilnefningar,
 • Helga Katrín Stefánsdóttir, tilnefnd af Akstursíþróttasambandi Íslands,
 • Daníel Orri Einarsson, tilnefndur af Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra,
 • Steinmar Gunnarsson, tilnefndur af Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglar,
 • María Jóna Magnúsdóttir, tilnefnd af Bílgreinasambandinu,
 • Einar Guðmundsson, tilnefndur af Brautinni - bindindisfélagi ökumanna,
 • Runólfur Ólafsson, tilnefndur af Félagi íslenskra bifreiðaeigenda,
 • Sigríður Jakobínudóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneytinu,
 • Líney Rut Halldórsdóttir, tilnefnd af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands,
 • Claudia Schenk, tilnefnd af Landssambandi hestamannafélaga,
 • Stefán Gestsson, tilnefndur af Landssambandi vörubifreiðastjóra,
 • Árni Davíðsson, tilnefndur af Landssamtökum hjólreiðamanna,
 • Guðbrandur Sigurðsson, tilnefndur af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,
 • María Þorgerður Guðfinnsdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneytinu,
 • Hildur Þuríður Rúnarsdóttir, tilnefnd af ríkislögreglustjóra,
 • Þorsteinn R. Hermannsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
 • Gunnar Geir Gunnarsson, tilnefndur af Samgöngustofu,
 • Jóhanna Hreiðarsdóttir, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar,
 • Sigrún A. Þorsteinsdóttir, tilnefnd af Samtökum fjármálafyrirtækja,
 • Sindri Freyr Ásgeirsson, tilnefndur af Samtökum um bíllausan lífsstíl,
 • Sara Dögg Svanhildardóttir, tilnefnd af Samtökum verslunar og þjónustu,
 •  Svanfríður Anna Lárusdóttir, tilnefnd af Slysavarnafélaginu Landsbjörg,
 • Auður Þóra Árnadóttir, tilnefnd af Vegagerðinni,
 • Ásdís Sveinsdóttir, tilnefnd af Ökukennarafélagi Íslands,
 • Bergur Þorri Benjamínsson, tilnefndur af Öryrkjabandalagi Íslands.
   

Fagráðið er skipað til og með 31. desember 2023.

Ráð og stjórnir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum