Hlutverk fagráðs um umferðarmál er að vera vettvangur samráðs og upplýsingaskipta. Jafnframt skal það beita sér fyrir auknu umferðaröryggi og bættum umferðarháttum. Ráðið skal vera óháð þeim stofnunum sem eiga aðild að því og starfa í umboði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Fagráðið tekur við af umferðarráði og er skipað í samræmi við lög um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála. Er þar kveðið á um heimild til skipunar fagráðs um umferðarmál með fulltrúum Samgöngustofu, hagsmunaaðila og annarra aðila.
Fagráðið er þannig skipað:
- Formaður: Ísólfur Gylfi Pálmason, skipaður af ráðherra
- Varaformaður: Jónas Birgir Jónasson, fulltrúi samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytis.
- Akstursíþróttasamband Íslands, AKÍS: Helga Katrín Stefánsdóttir
- Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra: Daníel Orri Einarsson
- Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglar: Hrönn Bjargar Harðardóttir
- Bílgreinasambandið: Benedikt Eyjólfsson
- Brautin bindindisfélag ökumanna: Einar Guðmundsson
- Félag íslenskra bifreiðaeigenda: Runólfur Ólafsson
- Heilbrigðisráðuneytið: María Sæmundsdóttir
- Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands: Líney Rut Halldórsdóttir
- Landssamband vörubifreiðastjóra: Davíð Sveinsson
- Landssamtök hjólreiðamanna: Árni Davíðsson
- Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Björk Óttarsdóttir
- Ríkislögreglustjóri og Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu: Guðbrandur Sigurðsson
- Samband íslenskra sveitarfélaga: Þorsteinn R. Hermannsson
- Samgöngustofa: Gunnar Geir Gunnarsson
- Samtök ferðaþjónustunnar: Gunnar Valur Sveinsson
- Samtök fjármálafyrirtækja SFF: Jón Hannes Kristjánsson
- Samtök um bíllausan lífsstíl: Björn H. Sveinsson
- Slysavarnafélagið Landsbjörg: Svanfríður Anna Lárusdóttir
- SVÞ Samtök verslunar og þjónustu: Eva María Árnadóttir
- Vegagerðin: Auður Þóra Árnadóttir
- Ökukennarafélag Íslands: Ásdís Sveinsdóttir
- Öryrkjabandalag Íslands: Lilja Sveinsdóttir
Fagráðið er skipað frá janúar 2017 til fjögurra ára.