Félagsdómur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938. Í dómnum eiga sæti fimm menn sem skipaðir eru til þriggja ára þannig: Einn af Samtökum atvinnulífsins, annar af Alþýðusambandi Íslands, þriðji af félags- og jafnréttismálaráðherra úr hópi þriggja manna, sem Hæstiréttur tilnefnir, og tveir af Hæstarétti og sé annar þeirra sérstaklega tilnefndur til þess að vera forseti dómsins.
Aðalmenn
- Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari, skipuð af Hæstarétti, forseti dómsins
- Guðni Á. Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, skipaður af Hæstarétti
- Ásmundur Helgason, héraðsdómari, skipaður af félags- og jafnréttismálaráðherra
- Valgeir Pálsson, hæstaréttarlögmaður, skipaður af Samtökum atvinnulífsins
- Karl Ó. Karlsson, hæstaréttarlögmaður, skipaður af Alþýðusambandi Íslands
Varamenn
- Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, skipaður af Hæstarétti, varaforseti dómsins
- Ragnheiður Harðardóttir, landsréttardómari, skipuð af Hæstarétti
- Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, skipuð af félags- og jafnréttismálaráðherra
- Ólafur Eiríksson, hæstaréttarlögmaður, skipaður af Samtökum atvinnulífsins
- Eva Dís Pálmadóttir, hæstaréttarlögmaður, skipaður af Alþýðusambandi Íslands
Skipunartími er frá 1. nóvember 2019 til 31. október 2022.