Flugvirktarráð er skipað til þriggja ára í senn í samræmi við ákvæði 57. gr. e í lögum um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og 8. gr. reglugerðar um flugvirkt nr. 1025/2012.
Hlutverk flugvirktarráðs er m.a.
a) að vera samráðsvettvangur opinberra aðila og annarra um framkvæmd, samvinnu, samhæfingu og áætlanagerð á sviði flugvirktar,
b) gerð tillagana um breytingar á reglum eða löggjöf sem miða að aukinni samhæfingu og skilvirkni við framkvæmd flugvirktar eins og tilefni er til og
c) annað sem ráðherra felur því. Í 3. mgr. 57. gr. e segir að ráðherra skipi tvo fulltrúa í flugvirktarráð án tilnefningar. Skal annar vera formaður en hinn varaformaður. Aðra fulltrúa í ráðinu skipar ráðherra úr hópi opinberra aðila og annarra sem koma að afgreiðslu eða þjónustu við loftför, farþega, farangur og farm eftir tilnefningu.
Flugvirktarráð er þannig skipað:
- Jón Gunnar Jónsson, formaður, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
- Friðfinnur Skaftason, varaformaður, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
- Þorvaldur Hlíðar Þórðarson, tilnefndur af Matvælastofnun,
- Anna Björk Bjarnadóttir, tilnefnd af Isavia ohf.,
- Þórólfur Guðnason, tilnefndur af Embætti landlæknis,
- Alda Karen Svavarsdóttir, tilnefnd af Útlendingastofnun,
- Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir Owen, tilnefnd af Tollstjóra Íslands,
- Jón F. Bjartmarz, tilnefndur af Embætti ríkislögreglustjóra,
- Úlfar Lúðvíksson, tilnefndur af Lögreglustjóranum á Suðurnesjum,
- Júlía Þorvaldsdóttir, tilnefnd af Þjóðskrá Íslands.
Skipunartími er til og með 30. nóvember 2022.