Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdanefnd búvörusamninga 2017-2026

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Með vísan til ákvæða 31. gr. búvörulaga nr. 99/1993 skipar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sex menn í Framkvæmdanefnd búvörusamninga. Ráðherra tilnefnir tvo fulltrúa og skal annar þeirra vera formaður. Ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins tilnefnir einn fulltrúa og Bændasamtök Íslands tilnefna þrjá fulltrúa. Varamenn eru skipaðir á sama hátt.

Framkvæmdanefnd búvörusamninga er sjálfstæð í störfum sínum og setur sér starfsreglur. Framkvæmdanefnd búvörusamninga er samráðsvettvangur samningsaðila um framkvæmd samninga skv. 30. gr. búvörulaga. Nefndin er ráðherra til ráðgjafar við framkvæmd samninga skv. 30. gr. Hún tekur ákvarðanir um tilfærslur framlaga milli einstakra samningsliða og greiðslutilhögun framlaga. Ákvarðanir í nefndinni skulu teknar með einföldum meirihluta atkvæða. Séu ákvæði jöfn sker atkvæði formanns úr um niðurstöðu. Ákvarðanir Framkvæmdanefndar búvörusamninga eru endanlegar á stjórnsýslustigi. Fundargerðir og ákvarðanir nefndarinnar skal birta opinberlega.

Í nefndinni eiga sæti: 

    • Elísabet Anna Jónsdóttir, skipuð formaður án tilnefningar
             Varaformaður: Ása Þórhildur Þórðardóttir, skipuð án tilnefningar

    • Arnar Freyr Einarsson, skipaður án tilnefningar
            Varamaður: Bryndís Eiríksdóttir, skipuð án tilnefningar

    • Ásgeir Runólfsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
            Varamaður: Sólrún Halldóra Þrastardóttir, tilnefnd af sama

    • Gunnar Þorgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
            Varamaður: Oddný Steina Valsdóttir, tilnefnd af sama

    • Arnar Árnason, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
            Varamaður: Guðfinna Harpa Árnadóttir, tilnefnd af sama

    • Katrín María Andrésdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands
            Varamaður: Hermann Ingi Guðmundsson, tilnefndur af sama.


Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira