Hoppa yfir valmynd

Gæðaráð með gæðum kennslu og rannsókna við íslenska háskóla 2022-2027

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Gæðaráð íslenskra háskóla ber ábyrgð á eftirliti með gæðum kennslu og rannsókna við íslenska háskóla, sbr. lög nr. 63/2006 og reglur nr. 321/2009. Hlutverk Gæðaráðs er að móta aðferðafræði fyrir ytra gæðamat og koma með tillögur til ráðherra. Í þessu felst meðal annars að móta staðla fyrir gæðakerfi og að endurskoða viðmið fyrir umsóknir um viðurkenningu sbr. reglur nr. 1067/2006. Ráðið skrifar handbók með leiðbeiningum fyrir innra- og ytra gæðaeftirlit, til notkunar fyrir háskóla og matsnefndir. Það gerir tillögu til ráðherra um þriggja ára áætlun um ytra gæðaeftirlit með kennslu og rannsóknum sbr. reglur nr. 321/2009. Það hefur ábyrgð á framkvæmd ytra gæðaeftirlits skv. þriggja ára áætlun ráðherra og veitir ráðherra og háskólum ráðgjöf um innra gæðastarf háskólanna og eflingu gæðavitundar. Gæðaráð upplýsir ráðherra og háskóla um niðurstöður ytra gæðaeftirlits og gerir allar niðurstöður gæðamats opinberar.  Ráðið leitar ráðgjafar hjá ráðgjafanefnd um framkvæmd og málefni gæðaeftirlits.

Gæðaráðið er þannig skipað:

  • Prof. Crichton Lang, formaður, án tilnefningar,
  • Prof. Ellen Hazelkom, án tilnefningar,
  • Prof. Riitta Pyykkö, án tilnefningar,
  • Prof. Philip Winn, án tilnefningar,
  • Liv Teresa Muth, tilnefnd af Landssamtökum íslenskra stúdenta.
Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum