Hæfnisnefnd lögreglunnar er skipuð skv. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, með síðari breytingum. Hæfnisnefndin veitir lögreglustjóra umsögn um fyrirhugaða skipun í embætti yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna og annarra lögreglumanna innan embættis hans, sbr. 4-lið 2. mgr. 5. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, sbr. a-lið 2. gr. laga nr. 51/2014.
Nefndin er þannig skipuð:
Aðalmenn:
Sigurður Freyr Sigurðsson, lögmaður, jafnframt formaður
Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri,
Guðmundur Örn Guðjónsson, lögreglumaður.
Varamenn:
Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir, mannauðsstjóri,
Unnur Lilja Hermannsdóttir, lögmaður,
Ólafur Egilsson, lögreglumaður.
Skipunartími nefndarinnar er frá og með 15. desember 2019 til og með 14. desember 2024 eða til fimm ára.