Samráðshópur um stofnun EMT sveitar á Íslandi
Heilbrigðisráðherra skipar einnig stýrihóp um stofnun EMT sveitar á Íslandi. Sá stýrihópur mun fá það hlutverk að gera ítarlega kostnaðaráætlun á verkefninu, annast styrkumsóknir og gera mat á þörf fyrir mönnun og búnað.
Til stuðnings stýrihópnum og til að tryggja upplýsingastreymi milli ráðuneyta og ábyrgð þeirra skipar ráðherra eftirfarandi í samráðshóp sem falið er að koma að stefnumótun og forgangsröðun í verkefni stýrihópsins.
Samráðshópur um stofnun EMT sveitar er þannig skipaður
- Guðlín Steinsdóttir, án tilnefningar, formaður
- Kjartan Jón Bjarnason, tilnefndur af dómsmálaráðuneytinu
- Atli Viðar Thorsteinseen, tilnefndur af forsætisráðuneytinu
- Lára Kristín Pálsdóttir, tilnefnd af utanríkisráðuneytinu
Samráðshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 11. júlí 2025. Gert er ráð fyrir að hann ljúki störfum 1. desember 2025.