Hoppa yfir valmynd

Ferðamálaráð 2021-2024

Ferðamálaráð starfaði áður skv. lögum um skipan ferðamála, nr. 73/2005. Eftir að þau lög voru felld úr gildi með samþykkt laga um Ferðamálastofu, nr. 96/2018, sem tóku gildi 1. janúar 2019, hefur ferðamálaráð ekki verið starfandi þrátt fyrir áskilnað þeirra laga um skipan og starfsemi ferðamálaráðs í endurskoðaðri mynd. Þetta stafar af því að frá árinu 2015 var Stjórnstöð ferðamála, samráðsvettvangur ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar, starfandi. 

Stjórnstöð ferðamála hefur nú lokið störfum. Því er nú skipað í ferðamálaráð skv. lögum um Ferðamálastofu. Þar skulu eiga sæti níu fulltrúar og er ráðinu ætlað að endurspegla samsetningu stjórnar Stjórnstöðvar ferðamála. Ráðherra skipar formann og varaformann án tilnefningar. Auk þess skulu eiga sæti í ráðinu fulltrúi ráðherra sem fer með fjármál og tekjuöflun ríkisins, fulltrúi ráðherra sem fer með málefni náttúruverndar og skipulags og fulltrúi ráðherra sem fer með málefni samgangna og byggða- og sveitarstjórnarmála. Aðra fulltrúa skipar ráðherra eftir tilnefningu Samtaka ferðaþjónustunnar sem tilnefna tvo fulltrúa og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem tilnefnir tvo fulltrúa og skal annar þeirra vera fulltrúi markaðsstofa landshlutanna.

Í ferðamálaráði eiga sæti:

Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður,

Arnheiður Jóhannsdóttir, varaformaður,

Páll Ásgeir Guðmundsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti,

Björn Helgi Barkarson, tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðuneyti,

Sigtryggur Magnason, tilnefndur af Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu,  

    Varamaður: Guðveig Eyglóardóttir,

Bjarnheiður Hallsdóttir, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar,

Jóhannes Þór Skúlason, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar,

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,  

Páll S. Brynjarsson, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar,.

 

 

 

Tímabundnar nefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum