Hoppa yfir valmynd

Aðgerðahópur um verkefnið karlar og jafnrétti

Forsætisráðuneytið

Aðgerðahópur um verkefnið karlar og jafnrétti er skipaður í samræmi við verkefni 18 í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016- 2019. Meginhlutverk aðgerðahópsins er annars vegar að beita sér fyrir aðgerðum stjórnvalda um að auka þátttöku drengja og karla í öllu starfi og stefnumótun á sviði jafnréttismála og hins vegar að vinna tillögur um hvernig stefnumótun á sviði jafnréttismála geti betur tekið mið af samfélagslegri stöðu karla. 

Aðgerðahópurinn skal ljúka störfum og skila skýrslu með tillögum haustið 2019 til félags- og jafnréttismálaráðherra og ráðherranefndar um jafnréttismál þar sem m.a. skal gera grein fyrir stöðu þekkingar um karla og jafnrétti og setja fram tillögur að rannsóknum og aðgerðum. Horft skal til fyrirmynda og stefnumótunar um karla og jafnrétti á Norðurlöndunum. 

Aðgerðahópinn skipa

  • Jóhann Friðrik Friðriksson, án tilnefningar, formaður 
  • Gísli Kort Kristófersson, tiln. af Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri 
  • Jóna Pálsdóttir, tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneyti 
  • Laufey Heimisdóttir, tiln. af Félagi leikskólakennara 

Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, starfar með hópnum. 

Aðgerðahópurinn er skipaður af félags- og jafnréttismálaráðherra 28. nóvember 2018.
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira