Aðgerðahópur um verkefnið karlar og jafnrétti er skipaður í samræmi við verkefni 18 í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016- 2019. Meginhlutverk aðgerðahópsins er annars vegar að beita sér fyrir aðgerðum stjórnvalda um að auka þátttöku drengja og karla í öllu starfi og stefnumótun á sviði jafnréttismála og hins vegar að vinna tillögur um hvernig stefnumótun á sviði jafnréttismála geti betur tekið mið af samfélagslegri stöðu karla.
Aðgerðahópurinn skal ljúka störfum og skila skýrslu með tillögum haustið 2019 til félags- og jafnréttismálaráðherra og ráðherranefndar um jafnréttismál þar sem m.a. skal gera grein fyrir stöðu þekkingar um karla og jafnrétti og setja fram tillögur að rannsóknum og aðgerðum. Horft skal til fyrirmynda og stefnumótunar um karla og jafnrétti á Norðurlöndunum.
Aðgerðahópinn skipa
- Jóhann Friðrik Friðriksson, án tilnefningar, formaður
- Gísli Kort Kristófersson, tiln. af Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri
- Jóna Pálsdóttir, tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneyti
- Laufey Heimisdóttir, tiln. af Félagi leikskólakennara
Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, starfar með hópnum.
Aðgerðahópurinn er skipaður af félags- og jafnréttismálaráðherra 28. nóvember 2018.