Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um endurskoðun kafla 7, 9 og 10 í aðalnámskrá leikskóla

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Í skýrslu starfshóps um styrkingu leikskólastigsins sem skilað var til mennta- og menningarmálaráðherra í maí 2021 eru tillögur um að endurskoða ákveðna kafla aðalnámskrár leikskóla. Annars vegar er tillaga um að kaflar 7 og 9 verði teknir til endurskoðunar með það að leiðarljósi að skýra nánar hlutverk leiksins sem námsleið leikskólans og hins vegar að kafli 10 verði endurskoðaður með það að markmiði að skýra nánar hvernig meta megi með reglubundnum hætti, með virkri þátttöku barna, viðhorf, líðan og stöðu þeirra. Hlutverk starfshópsins er að vinna tillögur að endurskoðun þessara kafla aðalnámskrárinnar. 

Mælst er til þess að starfshópurinn ljúki störfum eigi síðar en í maí 2022.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

Björk Óttarsdóttir, formaður, án tilnefningar,
Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, tilnefnd af Grunni félagi fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum,
Svava Björg Mörk, tilnefnd af kennardeild Háskólans á Akureyri,
Helga Hreiðarsdóttir, tilnefnd af Félagi leikskólakennara,
Halldóra Pétursdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
Kristín Hildur Ólafsdóttir, tilnefnd af skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar,
Sara Margrét Ólafsdóttir, tilnefnd af Menntavísindasviði Háskóla Íslands,
Sigurður Sigurjónsson, tilnefndur af Félagi stjórnenda leikskóla.

Guðrún Alda Harðardóttir er verkefnastjóri starfshópsins.

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira