Hoppa yfir valmynd

Höfundaréttarráð 2025-2029

Höfundaréttarráð er vettvangur fyrir kynningu og umræðu um höfundaréttarmálefni sem efst eru á baugi á hverjum tíma, einkum tillögur um breytingar á höfundalögum og áhrif höfundalaga á samfélagið. Ráðið er skipað á grundvelli 58. gr. höfundalaga nr. 73/1972 og starfar samkvæmt reglugerð um starfsreglur höfundaréttarnefndar og höfundaréttarráðs nr. 500/2008. Við skipan ráðsins var haft samráð við samtök sem hlotið hafa lögformlega viðurkenningu ráðuneytisins til meðferðar höfundaréttar, svo og önnur helstu höfundaréttarsamtök í landinu. Þá eiga sæti í ráðinu fulltrúar útvarpsstofnana og aðrir hagsmunaaðilar. Þau sem skipa höfundaréttarnefnd, eiga einnig sæti í ráðinu, svo og þeir aðilar sem ráðherra skipar sérstaklega í ráðið. Skipunartímabilið er frá 1. apríl 2025 til 31. mars 2029. Boða skal til fundar í höfundaréttarráði einu sinni á ári, að jafnaði. Ráðuneytið greiðir ekki þóknun fyrir setu í höfundaréttarráði.

Höfundaréttaráð 2025-2029 er þannig skipað:

  • Áslaug Jónsdóttir, tilnefnd af Félagi íslenskra teiknara
  • Bergrún Snæbjörnsdóttir, tilnefnd af Tónskáldafélagi Íslands
  • Björgvin Halldór Björnsson, tilnefndur af Innheimtumiðstöð rétthafa (IHM)
  • Björn Þórir Sigurðsson, tilnefndur af Árvakri hf.
  • Brynja Guðmundsdóttir, tilnefnd af Iceland Music Publisher Association
  • Erla Svanhvít Árnadóttir hrl., aðalmaður í höfundaréttarnefnd
  • Fróði Steingrímsson, tilnefndur af Félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK)
  • Gagga Jónsdóttir, tilnefnd af Samtökum kvikmyndaleikstjóra
  • Guðbjörg Benjamínsdóttir, tilnefnd af Fjölís
  • Guðrún Björk Bjarnadóttir hrl., framkvæmdastjóri STEF og formaður höfundaréttarnefndar
  • Gunnar Guðmundsson, varamaður í höfundaréttarnefnd og tilnefndur af Sambandi flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH)
  • Gylfi Garðarsson, tilnefndur af SÍTÓN
  • Halldór Þ. Birgisson hrl., aðalmaður í höfundaréttarnefnd
  • Hilmar Sigurðsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK)
  • Hjördís Halldórsdóttir hrl., aðalmaður í höfundaréttarnefnd
  • Hákon Már Oddsson, tilnefndur af Félagi kvikmyndagerðarmanna
  • Jón Gunnar Ásbjörnsson hrl., aðalmaður í höfundaréttarnefnd
  • Lára Herborg Ólafsdóttir, tilnefnd af Viðskiptaráði Íslands
  • Magnús Hrafn Magnússon hrl., varaformaður höfundaréttarnefndar
  • Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, varamaður í höfundaréttarnefnd
  • Margrét Tryggvadóttir, tilnefnd af Bandalagi Íslenskra listamanna (BÍL)
  • María Rán Guðjónsdóttir, tilnefnd af Félagi íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT)
  • Mörður Árnason, tilnefndur af Hagþenki
  • Páll Ásgrímsson, tilnefndur af Sýn ehf.
  • Ragnheiður Tryggvadóttir, tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands
  • Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, tilnefnd af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
  • Sigurður Örn Hilmarsson hrl., aðalmaður í höfundaréttarnefnd
  • Sóley Stefánsdóttir, tilnefnd af STEF
  • Stefán Eiríksson, tilnefndur af Ríkisútvarpinu ohf.
  • Sveinbjörn I. Baldvinsson, tilnefndur af Félagi leikskálda og handritshöfunda
  • Tómas Þorvaldsson hdl., aðalmaður í höfundaréttarnefnd
  • Vera Sveinbjörnsdóttir, tilnefnd af Myndstefi
  • Védís Hervör Árnadóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins

Fastanefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta