Hoppa yfir valmynd

Horses of Iceland markaðsverkefni íslenska hestsins - Verkefnisstjórn

Matvælaráðuneytið

Skipuð á grundvelli samnings undirrituðum af matvælaráðherra  þann 25. mars 2022 um markaðsverkefni til kynningar á íslenska hestinum sem ber heitið Horses of Iceland.  Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að styrkja ímynd íslenska hestins með samhæfðum skilaboðum í markaðsaðgerðum og kynningarstarfi. Um er að ræða markaðssamstarf sem nýtist heildarhagsmunum í uppbyggingu orðspors íslenska hestsins á heimsvísu í þeim tilgangi að leggja grunn að auknum gjaldeyristekjum s.s. með sölu á hestum og vörum og þjónustu því tengdu. Hlutverk verkefnisstjórnar er að bera ábyrgð á framkvæmd aðgerðaráætlunar og að hún fylgi meginmarkmiðum verkefnisins. Hún samþykkir jafnframt verkefnisáætlun sem Íslandsstofa gerir tillögu um. Ákvarðanir skulu afgreiddar með samkomulagi í verkefnisstjórn. Verkefnisstjórn hefur hvorki fjárhagslega umsýslu né gengur til viðskipta í eigin nafni vegna verkefnisins. Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins í nánu samstafi við verkefnisstjórn.

Í verkefnisstjórninni eiga sæti:

    Þorvaldur Tómas Jónsson, skipaður formaður án tilnefningar
    Hrafnhildur H. Guðmundsdóttir, frá Félagi tamningamanna
    Steinunn Guðbjörnsdóttir, frá Samtökum ferðaþjónustunnar
    Rúnar Þór Guðbrandsson, frá hrossaútflytjendum
    Heiðrún Ósk Eymundsdóttir, frá Félagi hrossabænda
    Jónína Sif Eyþórsdóttir, frá Landssambandi hestamannafélaga
    Guðni Halldórsson, frá Landssambandi hestamannafélaga
    Þórunn Eggertsdóttir, frá Félagi hrossabænda.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum