Hoppa yfir valmynd

Iceland Naturally, N-Ameríka - stjórn 2017-2019

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Hinn 26. október 2016 undirritaði þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra samning um markaðs- og kynningarverkefni í Norður Ameríku sem ber heitið Iceland Naturally. Samningurinn er byggður á grunni eldri samnings um verkefnið sem var í gildi tímabilið 2014-2016, en áður höfðu verið í gildi samningar um verkefnið á tímabilinu 2000-2005, 2006-2009 og 2010-2013. Í desember sl. samþykkti Alþingi að veita áframhaldandi fjármunum til verkefnisins til þriggja ára og er því gert ráð fyrir að samningurinn gildi frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2019.

Samkvæmt 6. gr. samningsins er yfirstjórn verkefnisins í höndum 9 manna stjórnar sem skipuð er af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Skal ráðherra skipa einn fulltrúa án tilnefningar og skal hann gegna formennsku í hópnum. Þá skulu eftirfarandi aðilar tilnefna einn fulltrúa hver í stjórn: forsætisráðherra, utanríkisráðherra, Icelandair, Icelandic Group, Reykjavíkurborg og Íslandsstofa. Aðrir meðlimir skipta með sér tveimur stjórnarsætum og skal stjórn taka ákvörðun um skipan þeirra að höfðu samráði við meðlimi.

Í stjórninni eiga sæti:

  • Laufey Rún Ketilsdóttir, skipuð formaður án tilnefningar 
  • Áshildur Bragadóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg
  • Guðmundur Óskarsson, tilnefndur af Icelandair
  • Jón Ásbergsson, tilnefndur af Íslandsstofu
  • Bergþóra Benediktsdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneytinu
  • Sara Lind Þrúðardóttir tilnefnd af Icelandic Group
  • Auður Edda Jökulsdóttir, tilnefnd af utanríkisráðuneytinu.
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira