Hoppa yfir valmynd

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurðir nefndar
Dómsmálaráðuneytið

Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hóf störf 1. janúar 2015 í kjölfar lagabreytinga sem gerðar voru vorið 2014 á lögum um útlendinga nr. 96/2002. Með lagabreytingunni var almenn kæruleið vegna ákvarðana um útlendingamál færð frá dómsmálaráðherra til hinnar nýju kærunefndar. Við úrlausn mála hefur kærunefnd útlendingamála sömu valdheimildir og ráðherra sem úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi.

Dómsmálaráðherra skipar kærunefnd útlendingamála til fimm ára í senn.

Nefndin var fyrst um sinn skipuð þremur aðalmönnum og jafnmörgum til vara. Samkvæmt lagabreytingu sem samþykkt var 12. maí 2016 skal nefndin skipuð sjö aðalmönnum og fimm til vara. Gengið var frá þessari breytingu frá og með 1. júlí 2016. Auk formanns og varaformanns starfa hjá kærunefndinni átta lögfræðingar og ritari.

Nefndin er þannig skipuð:

Aðalmenn

 • Þorsteinn Gunnarsson, formaður, tilnefndur af dómsmálaráðherra,
 • Valgerður María Sigurðardóttir, varaformaður, tilnefnd af dómsmálaráðherra,
 • Sandra Hlíf Ocares, lögfræðingur, tilnefnd af dómsmálaráðherra,
 • Gunnar Páll Baldvinsson, lögfræðingur, tilnefndur af dómsmálaráðherra,
 • Sindri M. Stephensen, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, tilnefndur af Mannréttindaskrifstofu Íslands,
 • Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögfræðingur, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands,
 • Bjarnveig Eiríksdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Mannréttindastofnun Háskóla Íslands.

Varamenn

 • Valgeir Þór Þorvaldsson, lögfræðingur, tilnefndur af dómsmálaráðherra,
 • Silja Rán Arnarsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af dómsmálaráðherra,
 • Valgerður Guðmundsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands,
 • Hilmar Magnússon hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af Mannréttindastofnun Háskóla Íslands.

 

Kærunefnd útlendingamála er til húsa að Skúlagötu 17, 101 Reykjavík. Símanúmer hennar er 510 0510 og netfang [email protected]. Sjá vef nefndarinnar www.knu.is. 

Úrskurða- og kærunefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum