Lyfjanefnd Lyfjastofnunar er skipuð fimm mönnum skv. 4. gr. lyfjalaga, nr. 93/1994, til fjögurra ára í senn. Ráðherra skipar formann og aðra nefndarmenn í samráði við formanninn.
Hlutverk nefndarinnar er að vera Lyfjastofnun til ráðgjafar um lyfjamál. Þegar fjallað er um dýralyf skulu taka sæti í nefndinni yfirdýralæknir og dýralæknir, skipaður af ráðherra í samráði við formann nefndarinnar.
Aðalmenn
- Sigurður B. Þorsteinsson læknir, formaður
- Elín Soffía Ólafsdóttir lyfjafræðingur
- Inga S. Þráinsdóttir læknir
- Jakob L. Kristinsson lyfjafræðingur
- Brynjar Viðarsson læknir
- Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir
- Guðbjörg Þorvarðardóttir dýralæknir
Varamenn
- Ástráður Hreiðarsson læknir
- Sesselja S. Ómarsdóttir lyfjafræðingur
- Kristján Erlendsson læknir
- Þórdís Kristmundsdóttir lyfjafræðingur
- Guðmundur Oddsson læknir
- Auður Lilja Arnþórsdóttir dýralæknir
- Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir
Skipunartími nefndarinnar er frá 28. desember 2011 til 27. desember 2015.