Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna 2020-2024
Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna sker úr um hvort ákvarðanir stjórnar sjóðsins séu í samræmi við ákvæði laga og stjórnvaldsfyrirmæla. Nefndin getur staðfest, breytt eða fellt úr gildi ákvarðanir sjóðsstjórnar. Úrskurður nefndarinnar skal vera rökstuddur og er hann endanlegur á stjórnsýslustigi. Námsmenn (umboðsmenn), greiðendur og ábyrgðarmenn sem hafa fengið úrskurð frá stjórn sjóðsins geta kært þann úrskurð til málskotsnefndar.
Þegar úrskurður málskotsnefndar liggur fyrir er hann bindandi. Ef úrskurður stjórnar Menntasjóðsins er staðfestur stendur sú ákvörðun en ef hann er felldur úr gildi þarf stjórn sjóðsins að fjalla aftur um málið.
Málskotsnefnd skipunartímabilið 1. júlí 2020-30. júní 2024
Aðalmenn:
- Bjarnveig Eiríksdóttir, formaður
- Sonja M. Hreiðarsdóttir
- Helgi Birgisson
Varamenn:
- Margrét Gunnlaugsdóttir,
- Jóhannes A. Sævarsson
- Ingimar Ingimarsson
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.