Stjórn Markáætlunar á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar er skipuð skv. 9. gr. laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003, með áorðnum breytingum. Hún veitir styrki til grunnrannsókna og hagnýtra verkefna. Verkefnin skulu unnin í nánu samstarfi fyrirtækja, rannsóknarstofnana og háskóla á einstökum sviðum eða þverfaglegum fræðasviðum á grundvelli vandaðra rannsóknaráætlana. Markmið þeirra skulu falla að almennum áherslum og markmiðum Vísinda- og tækniráðs, sem markar áherslur nýrrar Markáætlunar. Stjórn Markáætlunar setur reglur varðandi umsóknir, mat þeirra og málsmeðferð í samræmi við áherslur Vísinda- og tækniráðs.
Stjórnin er þannig skipuð:
Aðalmenn:
Jón Gunnar Bernburg, formaður,
Tryggvi Þorgeirsson, varaformaður,
Unnur Styrkársdóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir,
Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir,
Magnús Oddsson.
Varamenn:
Anna Guðrún Líndal,
Björn Þór Jónsson,
Sigurður Gylfi Magnússon,
Laufey Hrólfsdóttir,
Óttar Snædal Þorsteinsson,
Sigyn Jónsdóttir.