Hoppa yfir valmynd

Markáætlun á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar. Stjórn 2019-2022.

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Stjórn Markáætlunar á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar er skipuð skv. 9. gr. laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003, með áorðnum breytingum. Hún veitir styrki til grunnrannsókna og hagnýtra verkefna. Verkefnin skulu unnin í nánu samstarfi fyrirtækja, rannsóknarstofnana og háskóla á einstökum sviðum eða þverfaglegum fræðasviðum á grundvelli vandaðra rannsóknaráætlana. Markmið þeirra skulu falla að almennum áherslum og markmiðum Vísinda- og tækniráðs, sem markar áherslur nýrrar Markáætlunar. Stjórn Markáætlunar setur reglur varðandi umsóknir, mat þeirra og málsmeðferð í samræmi við áherslur Vísinda- og tækniráðs. 

Stjórnin er þannig skipuð:

Aðalmenn: 

 • Jón Gunnar Bernburg, formaður, 
 • Tryggvi Þorgeirsson, varaformaður, 
 • Unnur Styrkársdóttir, 
 • Ingibjörg Jónsdóttir, 
 • Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir, 
 • Magnús Oddsson. 

Varamenn: 

 • Anna Guðrún Líndal, 
 • Björn Þór Jónsson, 
 • Sigurður Gylfi Magnússon, 
 • Laufey Hrólfsdóttir, 
 • Óttar Snædal Þorsteinsson, 
 • Sigyn Jónsdóttir.
Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira