Hoppa yfir valmynd

Matarauður Íslands - Verkefnastjórn 2017-2021

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Með vísan til samþykktar ríkisstjórnarinnar frá 12. maí 2015 um fimm ára áætlun fyrir verkefnið Matarauður Íslandsskipar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fjögurra manna verkefnastjórn sem mun starfa í umboði ráðherra og skal gegna ráðgjafar- og eftirlitshlutverki bæði gagnvart verkefnastjóra og ráðherra. Tilgangur verkefnisins er tvíþættur: a) Að skjóta styrkari stoðum undir markaðs- og þróunarstarf matvælaframleiðanda og tengdrar þjónustu og gefa atvinnugreinum aukin tækifæri til að vinna saman, ýta undir skapandi hugsun og liðka fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Árangurinn af því starfi á að skila sér í aukinni verðmætasköpun eins og fleiri atvinnutækifærum og meiri verslun á íslenskri matvöru ásamt því að stuðla að byggðafestu. Áhersla verður lögð á beislun þekkingar, nýsköpun og frumkvöðlastarf, einfaldara regluverk og verkefnamiðaða handleiðslu. b) Að styrkja ímynd Íslands sem matvælaland og markaðssetja og kynna matarmenningu, matargerð og matarhönnun sem ýta undir matarferðaþjónustu. Árangurinn á að auka áhuga og eftirspurn bæði innanlands og utan eftir íslenskum matvælum og afleiddum vörum. Stefnt er að því að ímynd og orðspor landsins tengt matvælum og matvælamenningu verði vaxandi þáttur í heildarímynd landsins.

Í verkefnastjórninni eiga sæti:

  • Þórir Hrafnsson, skipaður formaður án tilnefningar 
  • Dagný Arnarsdóttir, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðherra
  • Baldvin Jónsson, tilnefndur af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 
  • Hólmfríður Sveinsdóttir, tilnefnd af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Tímabundnar nefndir
Til baka
Síðast uppfært: 16.6.2020
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira