Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað fjarskiptaráð frá 1. janúar 2019, skv. 2. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti, sbr. 6. gr. laga nr. 53/2018 um breytingu á ýmsum lögum til samræmingar á áætlunum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála. Fjarskiptaráð gerir tillögu til ráðherra að fjarskiptaáætlun og fimm ára aðgerðaáætlun, stefnu og forgangsröðun, að fengnum áherslum ráðherra.
Við gerð fjarskiptaáætlunar skal gætt að samráði við hagsmunaaðila og skal almenningi gefinn kostur á að koma að sjónarmiðum sínum og athugasemdum í opnu samráðsferli. Einnig skal gætt að samþættingu stefna og áætlana á málefnasviði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Skipunartími fjarskiptaráðs takmarkast við embættistíma samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Fjarskiptaráð er þannig skipað:
- Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, formaður.
- Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, varaformaður.
- Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskipastofnunar.
- Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands.
- Vera Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu stafrænna samskipta.
Verkefnisstjóri fjarskiptaráðs er Ottó V. Winther, sérfræðingur á skrifstofu stafrænna samskipta í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.