Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um borgarstefnu

Innviðaráðuneytið

Innviðaráðherra hefur sett á laggirnar starfshóp á grundvelli aðgerðar C.4 Borgarstefna í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Aðgerðin hefur það markmið að stærstu þéttbýlissvæði landsins, Reykjavík og Akureyri, verði efld og samkeppnishæfni þeirra og hlutverk í byggðaþróun landsins styrkt. Mótaðar verða stefnur sem annars vegar skilgreini hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar og stuðli að aukinni alþjóðlegri samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins og hins vegar hlutverk og uppbyggingu Akureyrar sem svæðisborgar sem geti boðið upp á aukna fjölbreytni í þjónustu, menningu og atvinnutækifærum. Við vinnuna verði viðmið OECD um mótun og inntak borgarstefnu lögð til grundvallar eftir því sem við á, sem og vinna starfshóps um svæðisbundið hlutverk Akureyrar, sem skilaði skýrslu sinni í september 2021, og vinna starfshóps um mótun höfuðborgarstefnu sem settur var á laggirnar í maí 2021.

Miðað er við að hópurinn ljúki störfum eigi síðar en í árslok 2023.

Starfshópurinn er þannig skipaður:
Ingvar Sverrisson, framkvæmdastjóri Aton.JL, formaður starfshópsins,
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík,
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík,
Gunnar Már Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Akureyrarbæ,
Lára Halldóra Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi í Akureyrarbæ,
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra,
Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Með hópnum starfar Jóhanna Sigurjónsdóttir, sérfræðingur hjá innviðaráðuneytinu, Reinhard Reynisson, sérfræðingur hjá Byggðastofnun og Ásdís Sigurbergsdóttir, ráðgjafi hjá Aton.JL. Sérfræðingar hjá innviðaráðuneytinu og Byggðastofnun munu starfa með hópnum eftir atvikum.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum