Starfshópur um fæðingar án aðkomu heilbrigðisstarfsmanns
Í lögum er gert ráð fyrir að heilbrigðisstarfsmaður sem viðstaddur er fæðingu barns, tilkynni það til þjóðskrár og barnið þar með skráð. Síðustu ár hefur þeim tilvikum fjölgað þar sem heilbrigðisstarfsmenn eru beðnir um að votta fæðingu sem þeir hafa ekki verið viðstaddir.
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að setja á fót starfshóp um fæðingar án aðkomu heilbrigðisstarfsmanns sem skili ráðherra skýrslu fyrir 1. nóvember nk. út frá eftirfarandi atriðum:
- Gera vinnureglur um verklag við vottun fæðinga sem heilbrigðisstarfsmaður hefur ekki verið viðstaddur.
- Skoði og skili tillögum til ráðherra að hvernig minnka megi hættu á konur verði, gegn eigin vilja, af nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu í barneignarferlinu.
- Skoði og skili tillögum til ráðherra um hvernig megi til aukins öryggis móður og barns, mæta þörfum þeirra kvenna sem ekki treysta heilbrigðisþjónustu fyrir að þjónusta sig og barn sitt í barneignarferlinu.
- Skoði og skili tillögum til ráðherra um hvernig tryggja megi rétt barns til heilbrigðisþjónustu sem foreldrar hafa afþakkað.
Starfshópinn skipa
- Anna María Káradóttir, án tilnefningar, formaður
- Kristbjörg Magnúsdóttir, án tilnefningar
- Hulda Hjartardóttir, tilnefnd af Landspítala
- Þórður Þórarinn Þórðarson, tilnefndur af Landspítala
- Rögnvaldur G. Gunnarsson, tilnefndur af Landspítala
- Alexander Kristinn Smárason, tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri
- Sara Lovísa Halldórsdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis
- Anna Sigríður Vernharðsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
- Arney Hrafnhildar Þórarinsdóttir, tilnefnd af Björkinni ljósmæður
- Unnur Berglind Friðriksdóttir, tilnefnd af Ljósmæðrafélagi Íslands
Hrafnhildur Ýr Erlendsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, er starfsmaður hópsins.
Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 2. júní 2025 og skal skila ráðherra skýrslu fyrir 1. nóvember 2025.