Hoppa yfir valmynd

Náðunarnefnd

Dómsmálaráðuneytið

Í lögum nr. 15/2016 um fullnustu refsinga, kafla II, 13. gr. segir um náðunarnefnd:

Ráðherra skipar þriggja manna nefnd, náðunarnefnd, svo og þrjá varamenn, til þriggja ára í senn. Formaður nefndarinnar og varaformaður skulu uppfylla skilyrði laga til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara. Læknir skal eiga sæti í nefndinni.

Nefndin skal veita ráðherra rökstudda umsögn um hvort ákvörðun Fangelsismálastofnunar í máli sem varðar synjun á samfélagsþjónustu eða synjun á reynslulausn skuli staðfest, felld úr gildi eða henni breytt. Umsögn nefndarinnar er bindandi fyrir ráðherra.

Nefndin skal láta ráðherra í té rökstudda tillögu um afgreiðslu náðunarbeiðna.

Náðunarnefnd er heimilt að afla upplýsinga úr málaskrá lögreglu.

Náðunarnefnd er heimilt að afla upplýsinga frá heilbrigðisstarfsfólki og heilbrigðisstofnunum til staðfestingar á fyrirliggjandi vottorðum sem og að afla nýrra gagna um heilsufar náðunarbeiðanda eða kæranda ef beiðni um náðun eða kæra er byggð á heilsufarsástæðum. Nefndinni er þó einnig heimilt að krefjast þess að náðunarbeiðandi eða kærandi afli sjálfur gagna um heilsufar sitt.

Málsmeðferð fyrir nefndinni er skrifleg en nefndinni er heimilt að kalla náðunarbeiðanda fyrir nefndina. Sama gildir ekki um kæranda.

Hver sem þekkir til náðunarbeiðanda, vegna starfs síns eða ættartengsla, getur sótt um náðun fyrir náðunarbeiðanda. Sama gildir ekki um kæranda, en um hann gilda almennar reglur stjórnsýslulaga um aðild.“

Aðalmenn:

  • Ragnheiður Bragadóttur, prófessor, og er hún jafnframt formaður.
  • Sigurður Guðmundsson, læknir.
  • Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu.

Varamenn:

  • Björgvin Þórðarson, hrl. og er hann jafnframt varaformaður.
  • Arna Guðmundsdóttir, læknir.
  • Rósa Dögg Flosadóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu.

Með nefndinni starfar Kjartan Jón Bjarnason, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu.

Skipunartími er til og með 31. ágúst 2025.

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum