Hoppa yfir valmynd

Nauðasamninganefnd

Dómsmálaráðuneytið

Nauðasamninganefnd starfar á grundvelli laga um réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga nr. 65, 1996. Sá sem vill leita réttaraðstoðar skal beina skriflegri umsókn um það til dómsmálaráðherra. Ráðherra beinir umsóknunum til nefndarinnar, sem hefur það hlutverk að veita ráðherra umsagnir um þær. Nefndin fer yfir umsóknirnar og fylgigögn. Telji nefndin líkur á að umsækjandi geti ráðið bót á fjárhagsörðugleikum sínum með nauðasamningi, þar á meðal að samningurinn muni fást staðfestur, getur hún lagt til við ráðherra að réttaraðstoð verði veitt. Ráðherra veitir réttaraðstoð, en getur ekki gert það nema nefndin mæli með því. Í þágu þess, sem veitt er réttaraðstoð, er greiddur úr ríkissjóði kostnaður við að leita nauðasamnings ásamt tryggingu fyrir kostnaði við undirbúning og gerð nauðasamnings. Réttaraðstoð getur ekki numið hærri fjárhæð samanlagt en kr. 677.000 handa hverjum umsækjanda miðað við vísitölu neysluverðs 1. febrúar 2020, 474,1 stig.

Aðalmenn:

  • Egill Stephensen, lögmaður, formaður, skipaður án tilnefningar,
  • Haraldur Steinþórsson, lögfræðingur, tilnefndur af fjármálaráðuneytinu,
  • Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af félagsmálaráðuneytinu

Varamenn:

  •  Guðrún Inga Torfadóttir, lögfræðingur, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
  • Þór Hauksson Reykdal, sérfræðingur, tilnefndur af félagsmálaráðuneytinu.

Tengiliður við nefndina er Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu.



Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum