Samkvæmt 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, skipar heilbrigðisráðherra nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana.
Hlutverk nefndarinnar er að meta hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. Velferðarráðherra skipar alla fulltrúa nefndarinnar án tilnefningar sem skulu hafa þekkingu á rekstri, starfsmannamálum, stjórnsýslu og heilbrigðisþjónustu. Engan má skipa til starfa nema nefndin hafi talið hann hæfan.
Auglýsing um staðfestingu starfsreglna nefndarinnar nr. 295/2009.
Aðalmenn
- Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari, Háskóla Íslands, formaður
- Bjarni S. Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri
- Gyða Baldursdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Lyflækningasviðs Landspítala
Varamenn
- Helga Bragadóttir, dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
- Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands
- Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir Landspítala
Nefndin er skipuð frá 1. apríl 2017 til 31. mars 2021.